04.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1834 í B-deild Alþingistíðinda. (2204)

58. mál, sjómannavátrygging

Sigurður Gunnarsson:

Mig furðar á háttv. 2. þm. Eyf. (St. St). Hann talaði eins og væri eg á móti lögunum í heild sinni. Eg mæli alls ekki á móti stefnu laganna, en vil að eins láta lagfæra þau. Eg færði það til, að iðgjaldið væri of hátt í hlutfalli við það, sem skyldulið druknaðra fær. Sömuleiðis mintist eg á ónákvæmt orðalag, t. d. hverja báta í raun og veru væri átt við í lögunum, orðið »vertíð« o. fl., og er nauðsynlegt að fyrirbyggja misskilning um slíkt.

Það er ennfremur í svo nánu sambandi við druknanir, er menn farast af sjóslysum eða drukna í lendingu, að sanngjarnt er að láta styrkinn ná til þeirra manna eða aðstandenda þeirra.

Eg endurtek það, þrátt fyrir öll ummæli háttv. 2. þm. Eyf. (St. St.) að mjög ósanngjarnt er, að ráða ekki bót á þessu.