12.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1847 í B-deild Alþingistíðinda. (2217)

65. mál, skipun prestakalla

Jón Jónsson 1. þm. N.-Múl.:

Eg er háttv. 1. þm. S.-Múl. (J. J.) samdóma um, að rétt hafi verið að fella frumv. þetta á síðasta þingi. Meiri hluti nefndar þeirrar, er þá hafði málið til meðferðar bjóst við, að stjórnin mundi leggja frv. fyrir næsta þing, en það hefir hún ekki gert. Stjórnin hefir gert rétt í þessu, enda mun hún ekki hafa séð sér það fært. Eg hygg, að þingið 1907 hefði ekki samþykt prestakallalögin, ef prestunum hefði ekki verið fækkað. Það væri því á móti stefnu þings og þjóðar, að fara að fjölga þeim nú. Það getur vel verið að ástæða sé til að fjölga prestum á einstöku stað, en það er ekki hægt að taka tillit til þess. Og yrði eitt slíkt frv. samþykt, mundu fleiri koma á eftir. Margir prestar hafa yflrleitt lítið að starfa og gætu því gert miklu meira. Það er því engin ástæða til að fjölga þeim.

Eg sting upp á því, að háttv. flutningsm. (S. G.) taki frv. aftur. Það er árangurslaust að skipa nefnd í það, því eg get ekki skilið, að það nái fram að ganga.