14.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1852 í B-deild Alþingistíðinda. (2224)

83. mál, kosningaréttur og kjörgengi

Flutnm. (Björn Þorláksson):

Mér virtist hv. 2. þm. Rang. (E. J.) misskilja orð mín. Eg sagði aldrei, að ákvæði laganna 1909 væri til lítilsvirðingar fyrir kvenþjóðina, heldur að það væri henni til skaða. Að þetta frumvarp kemur ekki frá konum, er ekki nema eðlilegt, þar sem engin kona á sæti í deildinni. En að eg ber frumv. fram, — er að ósk margra kvenna, sem á þetta hafa minst við mig, enda álít eg, að hverjum rétti beri að fylgja skylda, og eigi beri að veita konum undanþágu í þessu efni.