21.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1859 í B-deild Alþingistíðinda. (2236)

149. mál, tollvörugeymsla o. fl.

Flutningsm. (Björn Kristjánsson):

Hv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ó.) hélt því fram, að þetta frumv. væri óheppilegt, því það væri einkaleyfi fyrir menn til að drekka brennivín Það getur verið, að það sé erfitt að geyma öl lengi, en svo er þess að gæta, að ölið gefur minst af tolltekjunum, svo það getur ekki verið aðalatriðið, enda finst mér standa á sama, hvort menn drekka sig fulla í öli, eða brendum drykkjum.

Þá sagði háttv. 1. þm. S.-Múl. (J. J.) að við bannmenn hefðum ekki þorað að bera málið aftur undir þjóðina. Það er ekki rétt, að við höfum ekki þorað það, en við álitum, að það væri engin ástæða til þess að láta hana greiða atkvæði um það tvisvar, þar sem við tökum fullgilda eina atkvæðagreiðslu, er vér sjálfir framkvæmum. Eg met ekki þjóðaratkvæði það mikið minna en mitt atkvæði, að eg álíti nauðsyn á, að hún greiði tvisvar atkvæði um sama málið.