23.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1859 í B-deild Alþingistíðinda. (2237)

149. mál, tollvörugeymsla o. fl.

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg greiddi bannlögunum atkvæði í hitt eð fyrra, enda þótt eg væri ekki ánægður með hverja grein í þeim. Þjóðin hefir aldrei greitt atkvæði um þessi lög, aldrei greitt atkvæði um að liðu þrjú ár á milli aðflutningsbanns og vínsölubanns, þennan þriggja ára kensluskóla til að lauma inn víni. Það er þetta atriði, sem eg held að sé til hins mesta spillis fyrir bindindismálið. Annars álít eg að frestunin, frá fjárhagsins sjónarmiði séð, mundi nægja um eitt ár. En þetta frv., sem hér liggur fyrir, miðar í gagnstæða átt við bannlögin.