11.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1867 í B-deild Alþingistíðinda. (2249)

134. mál, barnafræðsla

Jóhannes Jóhannesson:

Eg vil að eins benda háttv. flutningsm. (J. J. N.-M.) á, að samkvæmt fjárlögunum 1912—1913, er numinn burtu allur farkennarastyrkur. Þeir hreppar, sem þessa styrks vilja njóta, verða því að flýta sér að koma hinu nýja fyrirkomulagi á hjá sér fyrir árslok. Eg vil því skjóta því til háttv. flutningsmanns, að hann taki frumv. aftur.