11.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1912 í B-deild Alþingistíðinda. (2304)

132. mál, stofnun húsmæðraskóla

Bjarni Jónsson:

Eg ætlaði að koma með brtill. við frumv. þetta, ef tími hefði til unnist. En með þeim hraða, sem öll mál eru nú rekin hér á þingi, þá þarf meiri mann en mig til að kynna sér öll gögn og afla sér nægilegra upplýsinga um hvert mál á örfáum dögum. Austfirðinga vantar bændaskóla, en húsmæðraskólinn ætti að sjálfsögðu að vera fyrir alt land, en með því að setja hann að Eiðum, mundi hann verða að eins fyrir Austfirðingafjórðung. En eg skal geyma mér frekari ummæli til 2. umr., og jafnframt rétt til að koma þá fram með brtill.