11.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1912 í B-deild Alþingistíðinda. (2306)

132. mál, stofnun húsmæðraskóla

Jón Jónsson (1. þm. M.-Múl.):

Eg er framsögumanni þakklátur fyrir, hve vel hann hefir stutt þetta mál, og vona nú, að þetta mál fái góðar undirtektir. Eg hefi fallist á þessa stefnu, þótt eg sé ekki beinlínis ánægður með hana. Það liggur í hlutarins eðli, að eg hefði heldur viljað fá bændaskóla á Eiðum, en hins vegar játa eg fyllilega, að húsmæður þurfa engu síður en bændur að fá einhverja mentun, og að því leyti álitamál, hver skólinn er þarfari. Hér er heldur um enga stefnubreyting að ræða, heldur fylgt fram stefnu, sem áður hefir verið haldið fram hér á þingi um búnaðarfræðslu.