19.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1913 í B-deild Alþingistíðinda. (2309)

132. mál, stofnun húsmæðraskóla

Framsm. (Pétur Jónsson):

Eg hefi engu við að bæta það sem sagt er í nefndarálitinu. Eg skal geta þess, að samskonar frumvarp var til meðferðar hér í deildinni 1907, en náði ekki fram að ganga. Sumir munu hafa rekið augun í eitt ákvæði, nefnilega það, að landssjóður hafi á hendi rekstur skólabúsins, ef eigi verði hægt að fá hæfan mann til þess að reka bú á skólajörðinni. Þetta virðist nefndinni nauðsynlegt. Hinsvegar væri æskilegt, að búið væri rekið af góðum leiguliða, og á hans kostnað. Jörðin er sauðjörð góð, en ef búið er rekið vegna skólans einungis, þá mundi það aðallega vera kúabú.

Eg hefi viljað gera þessar stuttu athugasemdir, og heyra svo undirtektir þingmanna. Mun eg svo svara þeim, ef á þarf að halda.