08.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1943 í B-deild Alþingistíðinda. (2339)

50. mál, landsbankalög

Hálfdan Guðjónsson:

Eg vildi að eins segja örfá orð út af yfirlýsingu háttv. 2. þm. S.-Múl., (J. Ól.) sem sagði, að bankarannsóknarnefndin liti svo á, að þetta mál lægi ekki fyrir utan sinn verkahring. Eg get sagt það, að háttv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ól.) hefir ekki talað fyrir munn allra nefndarmanna, er hann sagði þetta. Eg lít svo á, að rannsóknarnefndin í bankamálinu eigi að rannsaka afsetningu gæzlustjóranna. En þetta mál er þess eðlis, að það á ekki heima í þeirri nefnd. Mér virðist, að annaðhvort eigi að kjósa nýja nefnd í málið, eða þá vísa því til peningamálanefndarinnar, eins og ýmsir hafa þegar stungið upp á.