01.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 495 í B-deild Alþingistíðinda. (234)

125. mál, eiðar og drengskaparorð

Ráðherra (Kr. J.):

Út af síðustu orðum hv. 5. kgk. skal eg geta þess, að mér er sjálfum persónulega kunnugt um það af eigin reynslu, að þessi gamla áminningarræða getur stundum haft áhrif; því að hún, lesin af mér, bjargaði einu sinni einum manni frá meinsæri; nokkru síðar gat hún reyndar ekki bjargað öðrum frá þeim glæp, þótt eg þá læsi hana alla upp með sömu alvörunni. Eg álít að þar sem góðir eru dómarar, sé líklegt að hún kunni í höndum þeirra, að hafa einhver, og ef til vill góð og veruleg áhrif; en oft og tíðum hygg eg að hún verði einungis að stóryrðagaspri, er hún er lesin upp, og eg hygg, að allir menn, sem með hana hafa farið, geti viðurkent, að hún eigi ekki við löggjöf vorra tíma.