13.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1952 í B-deild Alþingistíðinda. (2359)

68. mál, gerðardómur í brunabótamálum

Hannes Hafstein:

Mér finst það liggja í augum uppi, að þetta frumv. mundi verða haft á frjálsum viðskiftum Íslendinga við útlend ábyrgðarfélög. Vér getum ekki skuldbundið aðra menn til að lúta lögum vorum en íslenzka þegna. Þessi lög yrðu því bann fyrir Íslendinga, að vátryggja í öðrum félögum en þeim, sem vildu beygja sig undir þau fríviljuglega. Undanfarin reynsla sýnir, hversu erfitt hefir veitt að fá viðunanlegar brunabótaábyrgðir til sveita og í kauptúnum út um land, og tel eg vafasamt, að þessi lög verði til að bæta. Mér finst réttara, að fyrst væri leitað upplýsinga hjá félögunum um það, hvort þau mundu vilja hlíta þessum skilyrðum, en fyrst nefnd er væntanleg í málið, má gera ráð fyrir því, að hún gangi úr skugga um það, áður en hún gerir endanlegar tillögur.