21.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1988 í B-deild Alþingistíðinda. (2398)

98. mál, kjördæmaskipun

Forseti:

Út af orðum hins háttv. 2. þm. S. Múl. (J. Ól.) skal eg geta þess, að það er rétt, að svo stendur í 14. gr. stjskr., að 34 þjóðkjörnir þm. og 6 kgkj. skuli eiga þingsetu, en það er jafnframt tekið fram, að tölu þingmanna megi breyta með lögum. Það er því rangt að vísa frumv. frá, og ósk þm. verður ekki tekin til greina.