21.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1989 í B-deild Alþingistíðinda. (2402)

98. mál, kjördæmaskipun

Flutnm (Jón Þorkelsson):

Það lá að, að þessi háttv. þvoglari og þófari úr Þingeyjarþingi kæmi fram jafn skynsamlega að ástæðuvali, sem skoðanabróðir hans, sá er á undan honum talaði. Það vita allir, að ef stjórnarskránni verður breytt, þá verður að breyta kjördæmaskipan landsins. Það er því af atriði, að athuga þetta mál nú þegar, svo að ekki lendi það í handaskolum síðarla á næsta þingi. Þetta er beint nauðsynlegt, og er um það efni ekki takandi mark á skrafi slíkra manna, sem hins háttv. þm. S.-Þing. (P. J.) og h. 2. þm. S.-Múl. (J. Ól.).