23.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2015 í B-deild Alþingistíðinda. (2437)

4. mál, styrkveiting úr landssjóði til búnaðarfélaga

Framsm. (Sigurður Sigurðsson):

Hin fyrri ræða háttv. þm. Dal. (B. J.) er naumast svaraverð. Hún var ekkert annað en mótmæli gegn ímynduðum ástæðum, sem einhverntíma höfðu átt að vera færðar fram gegn þessari skoðun þingmannsins um heitin á metramálinu, en sem aldrei hafa komið fram hér. Annars eru heitin í samræmi við núgildandi lög. »Meter« kemur að vísu að eins tvisvar fyrir í tillögunni, og er prentvilla. Eg fyrir mitt leyti geri breytingartillöguna að engu kappsmáli, en mun samt greiða atkv. á móti henni.