23.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2015 í B-deild Alþingistíðinda. (2439)

4. mál, styrkveiting úr landssjóði til búnaðarfélaga

Framsm. (Sigurður Sigurðsson):

Eg hefí aldrei gefið mig við málfræði, og ætla mér ekki að fara út í málfræðis-diskussionir við háttv. þm. Dal. Eg veit, að hann kann meira í málfræði en eg, en það situr illa á honum að vera að hella sér út yfir menn, sem minni málaþekkingu hafa en hann. Eg veit ekki hvorum munntamari er danskan, mér eða honum, þótt hann sé á vörunum alt af að níða Dani og það, sem danskt er.

Það er einn h. þm., sem notar oft orðið »ofurmenni«. Það orð finst mér eiga mjög vel við hv. þm. Dal. (B. J.), hann er »ofurmenni« — í munninum.