21.02.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2024 í B-deild Alþingistíðinda. (2459)

7. mál, hagur Landsbankans

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg er mótfallinn þeirri till. háttv. þm. S.-Þing. (P. J.), að nefnd þessi fjalli nokkuð um aðferð stjórnarinnar í landsbankamálinu. (Pétur Jónsson: Eg hefi aldrei lagt það til, kom að eins með fyrirspurn til flutningsm). Jæja, þá bið eg afsökunar, en annars er eg alveg samdóma háttv. þm. Vestm. (J. M.), að í því formi, sem málið nú er, er ekki hægt að vísa því til annarar nefndar.

Eg vil því leyfa mér að skjóta því til háttv. flutningsm., að þeir taki það út af dagskrá núna og komi því svo aftur inn í því formi, að því verði vísað til peningamálanefndarinnar. Ef önnur nefnd færi að fjalla um það, er hætt við að nefndirnar færu sín í hverja áttina og gæti það orðið málunum bæði til tjóns og tafar.

Eg vil því, eins og eg tók fram, mælast til, að tillagan verði tekin út af dagskrá nú.