22.02.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2025 í B-deild Alþingistíðinda. (2462)

7. mál, hagur Landsbankans

Flutnm. (Magnús Blöndahl):

Eg álít óþarft að tala mikið fyrir tillögu þessari eða breytingartillögu þeirri, er fram er komin í máli þessu. Eg vildi að eins benda á það atriði, hvort heppilegra mundi vera, að vísa máli þessu til peningamálanefndarinnar, eða að kjósa sérstaka nefnd til þess að íhuga það. Eg fyrir mitt leyti álít réttara, að máli þessu sé vísað til peningamálanefndarinnar, af þeirri ástæðu, að þessi tvö mál, landsbankamálið og peninganefndarmálið eru svo skyld. Þykir mér því heppilegast að sama nefndin íhugi bæði málin.