22.02.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2025 í B-deild Alþingistíðinda. (2465)

5. mál, dómaskipun

Flutningsm. (Jón Þorkelsson):

Eg þarf í raun og veru ekki að fara neinum orðum um tillögu þessa, því að eg veit að engum muni blandast hugur um það, að sjálfsagt sé að taka til íhugunar dómaskipan og réttarfar landsins. Það er orðið svo langt á eftir tímanum, að ekki veitir af að fara að gera ráðstafanir til þess að þrífa til í því. Mál þetta mælir svo mikið með sér sjálft, að eg álít óþarfa að fjölyrða um það.