24.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2054 í B-deild Alþingistíðinda. (2494)

16. mál, innsetning gæslustjóra Landsbankans

Forseti:

Rökstudda dagskrá verður tvímælalaust að skilja þannig, að sé hún samþykt, þá getur ekki það mál, sem hún hljóðar um, komið aftur fyrir deildina.

Verði því rökstudd dagskrá samþykt, þá er því máli, sem hér um ræðir, algerlega vikið frá á þann hátt og getur því ekki komið aftur til atkvæðagreiðslu í þinginu.