09.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2058 í B-deild Alþingistíðinda. (2504)

53. mál, rannsókn símaleiða

Flutningam. (Skúli Thoroddsen):

Að því er þessa þingsályktunartillögu snertir, þá er ekki annað um hana að segja, en það, sem hún sjálf ber með sér. Hún er hér fram komin eftir ósk kjósenda minna, um að rannsakað verði, hvað símalína um þau héruð, sem tillagan getur um, kosti. Héruð þessi eru mjög afskekt og því æskilegt, að sá tími komi bráðum, að fé verði veitt á fjárlögunum til þess að leggja síma þangað. Hér er þó ekki farið fram á annað en áætlun sé gerð um kostnaðinn við væntanlega símalagningu. Það er á þingsins valdi, hvenær eða hvort það leggur símann. Eg vil því vona, að háttv. deild hafi ekki neitt á móti því, að verða við þessari ósk.