11.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2061 í B-deild Alþingistíðinda. (2513)

54. mál, strandgæsla

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg stend ekki upp til þess að mæla með né móti þingsál.till., en vildi að eins grípa tækifærið til þess að benda á, hvað óviðurkvæmilegt það er, að dag eftir dag, viku eftir viku, sést háttv. ráðh. (B. J.) ekki í sæti sínu, svo að öll samvinna milli hans og deildarinnar verður ómöguleg. Það er hart að vera t. d. sviftur þeim upplýsingum, sem hann eflaust getur gefið í þessu máli, eftir að hann hefir rætt við dönsku stjórnina um strandgæzluna. Það er ilt fyrir Barðstrendinga, að fulltrúi þeirra sést ekki á þingi, en óþolandi fyrir alþingi að geta aldrei náð tali af ráðherra.