11.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2069 í B-deild Alþingistíðinda. (2526)

56. mál, brúarstæði á Langadalsá

Flutningsmaður (Skúli Thoroddsen):

Tillaga þessi er borin fram samkvæmt óskum, sem komu fram á þingmálafundi í kjördæmi mínu. Áin, sem till. fer fram á, að brúuð verði, er Langadalsá. Hún er á aðalpóstleið og verður oft ófær í vatnavöxtum. Það væri því mjög mikilsvert fyrir héraðið, að brú fengist á hana, og þyrfti því sem fyrst að láta rannsaka brúarstæði og gera áætlun um þann kostnað, sem brúargerðin hefði í för með sér. Eg vona, að hin háttv. deild verði tillögunni hlynt. Verkfræðingur landsins gæti annast rannsóknina og allan undirbúning málsins, svo að það myndi eigi baka landsjóði neinn sérstakan kostnað, þótt till. yrði samþykt.