16.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 517 í B-deild Alþingistíðinda. (254)

69. mál, utanþjóðkirkjumenn

Steingrímur Jónsson:

Háttv. 5. kgk. þm. hélt að það væri af misminni hjá mér er eg talaði áðan um „fiktion“ í þessu sambandi. Eg þykist sjá, að hann muni ekki hafa skilið hvað eg meinti. Eg átti við það, að lögin 4. marz 1904 gerðu undantekningu um gjaldskyldu utanþjóðkirkjumanna, sem undir einum kringumstæðum kemur í bág við þá „fiktion“ löggjafarinnar, að maður, sem fer úr einum þjóðkirkjusöfnuði tæki á sig sömu skyldur og hann hafði, væri bygð á fiktion. Ganga þau því að mínu áliti helzti nærri 45 gr. stjórnarskrárinnar.