06.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2079 í B-deild Alþingistíðinda. (2545)

160. mál, strandferðir

Framsm. (Þorleifur Jónsson):

Eg er ekki því samþykkur, að þessi rökstudda dagskrá verði samþykt. Þgsáltill. er svo réttmæt og sanngjörn, að hver stjórn getur mælt með henni, enda efast eg ekki um, að háttv. stjórn hafi bezta vilja í þessu efni.

Eg get ekki betur séð, en að stjórnin hafi meiri bakhjall í þingsályktunartillögu, heldur en í dagskrá. Og þetta mál er mörgum svo mikið áhugamál, að það er óviðeigandi að vísa því frá og grafa það í þingtíðindunum, með þessari dagskrá og vil eg því mælast til, að háttv. deild felli hana, en samþykki heldur þingsályktunartillöguna.