06.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2080 í B-deild Alþingistíðinda. (2547)

160. mál, strandferðir

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg vil geta þess, að í hinni rökstuddu dagskrá felst alt það, sem taka þarf fram. Munurinn að eins sá, að í tillögunni er skorað á stjórnina, en hér er henni treyst til að framkvæma þetta. Það er eins og í þingsályktunartillögunni liggi óbeinlínis óánægja yfir framkomu beggja hinna fyrverandi ráðherra, en það er tilefnislaust, því þeir hafa gert sitt bezta í þessu efni.