03.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2083 í B-deild Alþingistíðinda. (2554)

159. mál, millilandaferðir

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg efast ekki um, að þessar tillögur séu allar á góðum rökum bygðar. En eg held, að þær séu allar óþarfar, af því eg skil ekki annað en ráðherra muni eins taka tillit til óska þingmanna í þessu efni, þótt þær komi ekki fram í þingsályktunarformi frá deildinni. Tillögurnar eru þannig vaxnar, að hávaðann af deildarmönnum mun bresta kunnugleika til þess að geta dæmt um þær, nema að eins fáar þeirra. Ef menn sneru sér privat til ráðherra, þá mundu menn betur geta rökstutt þær. Og á þann hátt mundu þeir gera meira gagn, en með því að samþykkja þingsályktun.