03.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2086 í B-deild Alþingistíðinda. (2557)

159. mál, millilandaferðir

Björn Sigfússon:

Eg og hv. samþingismaður minn höfum komið með eina viðaukatill. Hún fer fram á það, að skip, sem kemur á Steingrímsfjörð á norðurleið 4. júlí, komi einnig á Hvammstanga. Eg tel víst, að þetta muni verða tekið til greina, því það er afar auðvelt án þess að raska nokkuð áætlun skipsins, en þessi viðkomustaður hins vegar þýðingarmikill fyrir Vestur-Húnavatnssýslu.

Sökum þess, að því hefir verið haldið fram, að það mundi gera sama gagn að snúa sér til ráðherra, þá skal eg geta þess, að það hefir verið reynt, en engin áhrif haft. Eg held því fram, að það muni fremur verða tekið til greina, ef það yrði samþykt í þingsályktun.