03.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2087 í B-deild Alþingistíðinda. (2559)

159. mál, millilandaferðir

Jón Jónsson (1. þm. N.-Múl.):

Eg mótmæli því, að það sé þýðingarlaust að samþykkja þessa tillögu, því það hefir meiri kraft, að samþykkja þingsályktun en dagskrá, og er styrkur fyrir stjórnina gagnvart félögunum að hafa yfirlýstan, skýran þingvilja að baki sér. Mér finst það undarlegt, að þingmenn skuli koma með rökstudda dagskrá, því hún grefst í þingtíðindunum og hefir ekkert gildi.

Eg vil benda hv. þm. Snæf. (S. G.) á, að það er engin ósanngirni í því, þótt

Thore-skipin séu látin koma við á Vopnafirði 8 sinnum hvora leið. Beri maður saman Vopnafjörð og Mjóafjörð, þá er miklu meiri ástæða til þess, að láta skipin koma við 16 sinnum á Vopnafirði, heldur en 24 sinnum á Mjóafirði.