14.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2091 í B-deild Alþingistíðinda. (2570)

59. mál, frímerki

Forseti:

Eg er svo frjálslyndur, að eg vildi ekki meina hinum tveim fyrv. ráðherrum að svara fyrir sig, þótt búið væri að taka tillöguna aftur. En háttv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ól.) getur tekið hana upp aftur, ef hann vill. Vilji hann það ekki, þá er hún úr sögunni. Háttv. þm. veit það vel, að tillögu, sem tekin er aftur, getur hver þingdeildarmaður sem er tekið upp, og tillagan er þá fyrst dauð, er enginn vill taka hana að sér.

Spurði þá forseti, hvort nokkur þingdeildarmanna óskaði að taka upp tillöguna og gaf enginn sig fram til þess.