05.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2100 í B-deild Alþingistíðinda. (2581)

124. mál, stöðulögin

Flutningsmaður (Jón Þorkelsson):

Um dagskrána er það að segja, að eg álít hana óhafandi. Að efninu til er hún að vísu samhljóða þingsályktunartillögunni, en hún hlýtur að vera fram komin eingöngu vegna þess, að flutnm. vilja fara sem vægast í þetta mál, — því að rökstudd dagskrá, er veikari, vægari en þingsályktun — eða þá vegna þess, að þeir þykjast of miklir menn til þess að greiða atkvæði með tillögu, sem mótstöðumenn þeirra bera fram. Eg vil því skora fastlega á hina háttv. deild að aðhyllast þingsályktunartillöguna.