05.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2100 í B-deild Alþingistíðinda. (2583)

124. mál, stöðulögin

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg vil leyfa mér að vekja athygli á, að það er alveg rangt, að dagskráin fari vægara í málið en tillagan; hún er þvert á móti fult svo skorinorð og þar að auki er þetta miklu heppilegri aðferð, heldur en að vera að samþykkja eina þingsályktunartillöguna ofan í aðra. Alþingi hefir þegar einu sinni látið skoðun sína um þetta mál í ljósi með þingsályktun og hefir aldrei síðan vikið frá þeirri skoðun og mun aldrei víkja frá henni. Eg get ekki heldur séð, að þingsályktunin geti haft nein meiri áhrif en dagskráin. Dagskráin mundi ekki síður verða heyrin kunnug og í henni eru fólgin hin sterkustu mótmæli þingsins. Eg vona því, að hin háttv. deild samþykki hana.