05.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2102 í B-deild Alþingistíðinda. (2585)

124. mál, stöðulögin

Bjarni Jónsson:

Eg vil að eins lýsa yfir þeirri skoðun, að mér virðist augljóst, að ályktunin muni verða áhrifameiri en dagskráin, sérstaklega þegar þess er gætt, að dagskráin miðar að því að taka ályktunina út af dagskrá. Annars skil eg ekki, hvers vegna dagskráin er fram komin, úr því að þeir, sem bera hana fram, eru sammála okkur hinum um aðalatriðið.