05.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2103 í B-deild Alþingistíðinda. (2590)

124. mál, stöðulögin

Flutningsm. (Jón Þorkelsson):

Út af þessari áskorun skal eg geta þess, að stjórnarskráin er í rauninni afgreidd af þinginu, að því er þetta atriði snertir. Þetta veit hinn háttv. 2. þm. Árn. (S. S.) ofur vel. Þingsályktunin er því orð í tíma talað og er sjálfsagt að samþykkja hana í dag og einmitt í dag.