05.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2127 í B-deild Alþingistíðinda. (2632)

145. mál, útflutningsgjald

Jón Magnússon:

Mér skilst svo, sem það sé skoðun háttv. þingm., að landssjóður eigi að eiga hlut í þeim afla, sem fenginn er hér við land, hvort sem er utan eða innan landhelginnar. En eg veit ekki til þess, að nokkurri þjóð hafi nokkurn tíma dottið í hug að tileinka sér nokkuð af því, sem aflað er utan landhelgi og úr því komið er út fyrir hana, er það þýðingarlaust, hvort þess er aflað fjær eða nær, og eins hitt, hvort skipin koma inn í höfn eða eigi.