08.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2144 í B-deild Alþingistíðinda. (2696)

Fundalok

Sigurður Gunnarsson:

Mér þykir ástæða til að taka undir með háttv. 1. þm. S.-Múl. (J. J.), tel það almenna kurteisisskyldu, að þakka forseta góða samvinnu og árna honum alls góðs, þar sem orð hans áðan áttu við alla þingdeildarmenn án tillits til flokka. Og sérstaklega tek eg undir þá ósk forseta, að næsta þing megi sitja menn orðsins sönnustu merkingu, það er hreinskilnir og sannir ættjarðarvinir. Með þessum orðum lýk eg forseta þakkir fyrir samvinnuna.