04.05.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 316 í B-deild Alþingistíðinda. (2712)

142. mál, landsreikningurinn 1908-1909

Framsm. (Eir. Briem):

Eins og nefndarálitið ber með sér hefir nefndin ekkert haft að athuga við þetta frumvarp, nema það, að 600 kr. upphæð hafa lent á skökkum stað í reikningnum. Til námsstyrks á prestaskólanum höfðu verið veittar 1200 kr., en af þessari upphæð voru ekki útborgaðar nema 600 kr. í landsreikningnum var öll þessi upphæð ranglega talin með í gjöldum til prestaskólans, og færði Nd. því þennan lið niður um 600 kr.

En þessi niðurfærsla var látin koma fram á skökkum lið, nefnilega á 6. A., en átti að koma fram á lið 6. B.

Nefndin hefir því komið með breytingartillögu um að lagfæra þetta. —