17.02.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1021 í B-deild Alþingistíðinda. (2737)

Erindi frávikins gæslustjóra

Kristján Jónsson:

Þetta erindi til deildarinnar ræðir um málefni, sem snertir beinlínis deildina sjálfa og mig sem þjónustumann eða fulltrúa hennar. Eg fer þess því einlæglega á leit við hæstv. forseta, að hann lesi þetta bréf upp með samþykki deildarinnar. Það hefir viðgengist, síðan eg kom fyrst á þing, að bréf um málefni snertandi deildina sjálfa séu lesin upp, ef deildin æskir þess með atkvæðagreiðslu. Eg þykist vita að deildin óski að heyra bréf þetta, og vona að hæstv. forseti leiti atkvæða hennar um það.