10.05.1911
Sameinað þing: 5. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1037 í B-deild Alþingistíðinda. (2788)

Þinglok

Ráðherra (K. J):

Eg skal leyfa mér að lesa upp bréf hans hátignar, konungsins, svo hljóðandi:

Vér Frederik áttundi, af Guðs náð Danmerkur konungur, Vinda og Gauta, hertogi af Slésvík, Holtsetalandi, Stórmæri, Þéttmerski, Láenborg og Aidenborg.

Vér veitum yður með bréfi þessu, sem ráðherra Vorum fyrir land Vort Ísland, vald til þess að samþykkja í Voru nafni, að yfirstandandi alþing megi setu eiga svo lengi sem þörf verður á, þó eigi meira en 4 vikur fram yfir 8 vikna tíma þann, er heimilaður er í 3. gr. stjórnarskipunarlaga 3. okt. 1903 um breytingu á stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands 5. jan, 1874, og enn fremur vald til þess í Voru nafni, að segja þingi slitið að liðnum hinum lögheimilaða reglulega þingsetutíma, eða síðar á 4 vikna fresti þeim, er áður er nefndur, þegar eigi er lengur þörf á að lengja þingið

Ritað á Amalíuborg 25. marz 1911.

Undir Vorri konungl. hendi og innsigli.

Frederik R.

___________________

Kristján Jónsson.

Til hr. Kristjáns Jónssonar Riddara af Dannebrog Vors ráðherra fyrir Ísland. Með því að störfum þingsins er nú lokið, og með því að tími sá er þinginu er lögleyfður til starfa er liðinn, og enn fremur framlenging sú á þingtímanum, er veitt hefir verið með konungsúrskurði, þá segi eg í nafni og umboði konungs þessu 22. löggjafarþingi Íslendinga slitið.

Stóð þá upp 1. kgk. þm. (Júlíus Havsteen) og mælti: „Lengi lifi konungur vor, Frederik hinn áttundi!“ og tók allur þingheimur undir með níföldu húrrahrópi.

Leiðrétting.

Á 10. og 11. dálki er prentað bréf, sem á inn annarstaðar (er prentað með réttu á d. 1037—1038), og á að falla burt. En á undan málsgreininni á 11. dálki, sem hefst með orðunum : „Úrskurðurinn segir þannig,“ komi:

Niðurlagið á bréfi mínu til konungs var svo hljóðandi:

At det maatte behage Deres Majestæt allernaadigst at bestemme, at Varigheden af ombemeldte nuværende kongevalgte Medlemmer af Altingets Mandater maa forlænges saaledes, at disse vedblive at fungere til det for Tiden samværende Altings Slutning, omendskjont der forinden maatte være hengaaet 6 Aar ira deres Udnævnelse.

Svar konungs er þetta:

Indstillingen bifaldes.

Amalienborg den 5. April 1911

Frederik R.