08.05.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 988 í B-deild Alþingistíðinda. (2794)

164. mál, gufuskipaferðir

Framsögumaður (St. J.):

Háttv. þm. Akureyrar minti mig á eitt, sem mér láðist að geta um áðan, að ferðaáætlanir skipanna þurfa að vera komnar hingað svo snemma, að áætlanir flóabátanna verði sniðnar eftir þeim. Fyr er ekki hægt að kippa þessu í lag. Stjórnarráðið ætti að sjá um þetta, því ef að flóabátaáætlanirnar eru ekki sniðnar eftir hinum, þá má segja, að þeim 40 þús. kr , sem veittar eru til þeirra, sé kastað á glæ.