29.04.1911
Sameinað þing: 2. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í B-deild Alþingistíðinda. (3)

Tilkynning um framlengda þingsetu konungkjörinna þingmanna

Forseti (Sk. Th.):

Eg skal geta þess, að eg fékk tilkynningu frá hæstvirtum ráðherra um að þingseta hinna konungkjörnu þingmanna væri framlengd. Nú er í 14. gr. stjórnarskrárinnar gert ráð fyrir, að konungkjörnir þingmenn séu útnefndir til 6 ára og þar sem síðasta útnefning fór fram 29. apríl 1905 og þannig liðin rétt 6 ár frá þeim tíma, þá vil eg beina þeirri spurningu til hæstv. ráðherra, hvort hann álíti hér vera um nýja útnefningu að ræða, sem þá ætti að vísa til kjörbréfanefndar eða hvaða skilning hann hefir á þessu?