25.02.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 555 í B-deild Alþingistíðinda. (300)

23. mál, sóttgæsluskírteini skipa

Frams.m. (Augúst Flygenring):

Þetta er svo smávægilegt og einfalt málefni, að það þarf ekki langrar skýringar við. Það er ein grein, sem innibindur í sér ákvæði um að upphefja gjald fyrir staðfestingu á sóttvarnarskírteinum skipa, er til Íslands ganga, er bar að borga dönskum ræðismönnum. Nefndin lítur svo á, að það geti ekki verið varhugavert, að nema slíkt úr gildi, hvorki frá sóttvarnarlegu né öðru sjónarmiði, né heldur, að það muni vekja óánægju, að gjaldinu sé létt af. Stjórnin hefir fært rök fyrir málinu í ástæðum sínum fyrir frumvarpinu og eg leyfi mér fyrir nefndarinnar hönd að leggja til að það verði samþykt.