17.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 565 í B-deild Alþingistíðinda. (315)

171. mál, lögaldursleyfi

Framsögum. (L. H. Bjarnason):

Eg þarf ekki að svara hv. þm. Ak. mörgum orðum. Mótmæli hans voru hæversklega orðuð. Játaði óbeinlínis, að frv. væri meinlaust og gagnslaust.

(Sig. Hjörleifsson: Það voru ekki mín orð).

Það lá í orðum hv. þm. þó hann segði það ekki berum orðum. En eg álít, að þetta frv. mundi miklu fremur verða til skaða, því að það kynni að tefja fyrir alvarlegri bót í þessu efni. Hv. þm. Ak. sagði, að rétt væri að taka ástæður stjórnarinnar fyrir frestun á ítarlegri meðferð málsins til greina. Það vill nefndin líka gera. Við leggjum til að frestað verði að koma með frv. um þetta efni þangað til 1913, að næsta reglulegt alþingi kemur saman. og það gerum við meðfram vegna hinnar útlendu nefndar, sem nú situr á rökstólum. Hún verður líklega búin að ljúka störfum sínum 1913. Við búumst einmitt við því, að stjórnin geti notið góðs af tillögum hennar. Mér finst ástæður hv. þm. Ak. þannig ekki nægilegar til að halda lífi í þessum ómerking, því annað er frv. ekki.