18.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 571 í B-deild Alþingistíðinda. (322)

107. mál, úrskurðarvald sáttanefnda

Kristinn Daníelsson:

Það var aðeins stutt athugasemd, sem eg vildi bera fram.

Mér virtist hæstvirtur ráðherra taka vel í það atriði, sem eg hafði bent á um gagnkröfur.

Þar sem háttvirt nefnd leggur það til að c-liður annarar greinar falli burt, þá ætla eg, að hún hafi ekki nógu vel athugað það mál.

Í vetur hafði eg til meðferðar mál, þar sem tveir menn höfðu kröfu hvor á annan. Þeir viðurkendu báðir kröfurnar, aðeins kom þeim ekki saman um verðlag nokkurt. Sætt komst ekki á fyrir sáttanefnd en síðar sættust þeir sjálfir á grundvallaratriðin, er komu fram á sáttafundinum.

Mér virðist bezt við eiga, þegar gagnkrafa ljós og viðurkend kemur fram, að hún sé þá tekin til greina og vil eg því mæla með, að c-liður annarrar greinar og 12. gr. verði látin standa með viðeigandi breytingum.