21.02.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 582 í B-deild Alþingistíðinda. (335)

128. mál, fræðsla æskulýðsins

Ráðherra (B. J.) :

Þessar sögur, sem hinn virðul. 5. konungkj. þingm., þessi sem eg gleymdi að nefna númerið á áðan, var að segja frá, tel eg tóman skáldaðan tilbúning, sem ekkert er upp úr leggjandi, eins og títt er úr þeirri átt. Þessi virðulegi maður lætur biðja sig um að vera ekki slæman við mig, rétt eins og eg væri dauður, ef þetta afarmenni væri slæmur við mig, en eg mun samt hvorki blikna né blána fyrir honum. Slík ummæli getur þingmaðurinn sparað sér, mér er sama hvað hann lætur út úr sér.

Þótt þingmaðurinn segi, að hann óski ekki, að frumvarp þetta sé skorið niður, þá er hitt víst, að hann hefir löngun til að koma málinu fyrir kattarnef.

Mér finst ekki ástæða til að lengja tíma þingsins út af þeim tilbúningi, að eg hafi átt að kalla mig höfðingja lýðsins. Heldur er ekki vert að leggja mikinn trúnað á lýsingu þingmannsins á skóla sínum, heldur fá þar um frekari vissu.

(L. H. B.: Setja rannsóknarnefnd).

Það mun ekki fara svo leynt, að ei verði upp grafið án nefndar.