24.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 672 í B-deild Alþingistíðinda. (387)

86. mál, sjúkrasamlög

Sigurður Hjörleifsson:

Það er enginn efi á, að það er rétt, sem hæstvirtur ráðherra benti á, en eg lít ekki svo á, að hann hugsi sér fyrir því að bregða fæti fyrir þetta frumvarp.

(Ráðherra: nei).

Það eru engin líkindi til, að þessi lög baki landsjóði verulegra útgjalda næstu árin og sem stendur er aðeins til eitt samlag á landinu. Það er hér í Reykjavík og í því 60—70 manns.

Eg vil um leið taka fram, að nefndinni leizt vel á, að styrkur sá, er um ræðir í 77. gr. fátækralaganna, verði feldur burtu og mun það nema allmiklu fé og væri eðlilegra, að það fé gengi til sjúkrasamlaganna. Eg er hæstvirtum ráðherra sammála um það, að tekjur landsjóðs þarf að auka og eg get ekki séð, að við getum farið svo af þessu þingi, að ekki hafi eitthvað verið gert í því máli. Eg veit að flokkur sá, sem eg heyri til, hefir huga á að koma fjármálunum í rétt horf.