28.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 688 í B-deild Alþingistíðinda. (415)

42. mál, vitagjald

Sigurður Stefánsson:

Þar sem háttv. þm. V.-Ísf. (Kr. D.) þótti 5 kr. svo lagleg upphæð, þá finst mér 4 kr. í silfri eins laglegar og 5 krónur í bréfum. Og þar sem sama háttv. þm. þótti þetta lítið gjald, er hér væri um að ræða, þá svara eg því, að nú hvíla mikil gjöld á „mótor“bátum, svo sem lendingargjald og vátryggingargjald sjómanna. Hér er ekki um háan höfuðstól að ræða, þar sem eru hinir minni mótorbátar og 5 kr. gjaldið er töluvert ósanngjarnt og mætti í rauninni lækka það ofan í 3 kr.