27.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 698 í B-deild Alþingistíðinda. (428)

14. mál, heyforðabúr

Framsögum. (Sigurður Stefánsson):

Samkvæmt athugasemdum, er gerðar voru við 2. umr., hefir nefndin leyft sér að koma fram með þær br.tillögur, er hér liggja fyrir. 1. og 3. br.till. eru að eins orðabreytingar. 2. br.till., að orðið búendur í 3. línu falli burt, er fram komin til þess, að 2. og 3. gr. séu í samræmi hvor við aðra, og er átt við þá, sem kosningarrétt hafa til alþingis, í báðum greinum. 4. br.till. er á 6. gr. og fer fram á, að kostnaðurinn, sem greiða á úr sveitarsjóði, sé eigi sundurliðaður í greininni. Seinni setning greinarinnar er óbreytt, að efninu til, að eins gerðar á henni orðabreytingar.