07.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 700 í B-deild Alþingistíðinda. (432)

67. mál, réttur kvenna

Kristinn Daníelson:

Eg tek undir með háttv. 2. kgk. þm., að það sýndist falla vel í munni að nota orðin kvenmenn og karlmenn saman. En eg vil þó benda á, að orðið kona er búið að fá festu einmitt í þessu sambandi, t. d. er altaf talað um réttindi kvenna en ekki réttindi kvenmanna. Mér þykir fara betur á orðinu kona, og má líka benda á, að það er jafnvel ekki laust við, að í orðinu kvenmaður liggi ógöfugri merking en í orðinu kona.