10.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 85 í B-deild Alþingistíðinda. (48)

87. mál, fjáraukalög 1910 og 1911

Kristinn Daníelsson:

Eg ætla aðeins að segja örfá orð út af brtill. á þskj. 600. Eg gat þess við aðra umræðu, að eg mundi koma með aðgengilegri tillögu nú og er hún nú fram komin. Hv. framsögumaður mintist á þessa tiilögu og er eg ánægður með undirtektir hans, þótt það hljóti að vera nokkuð erfitt að koma þessu áfram til framkvæmdar með þeim styrk, sem nefndin vill fallast á að veita. En þar sem eg geng að því vísu, að deildin fari að tillögum framsögumanns, þá lýsi eg því yfir, að eg tek aftur hærri tillöguna og óska að að eins verði gengið til atkvæða um varatillöguna.